Hagtak er vel tækjum búið til að sinna hvers kyns verkefni sem að þeir taka að sér. Hér verður einungis talinn upp stærstu tækin, auk þeirra eru í fyrirtækinu ýmis smærri tæki og bifreiðar til ýmissa þarfa

Selur er með 150 m3 lest, og er af svokallaðri Selmer gerð, split-barge. Hann er á hjörum og opnast eftir endilöngu til að losa sig. Opvídd er 2 m. Hann er byggður 1977 en fékk mikla yfirhalningu 1995. Selur gengur fyrir eigin vélarafli, búinn 240 hestafla Volvo Penta vél og drifbúnaði af Schottel gerð.

Svavar er notaður undir gröfu, allt að 70 tonna þunga. Hann er af gerðinni Confloat og er byggður 1995 í Hollandi. Hann er í venjulegri mynd gerður af 9 einingum sem eru boltaðar saman. Einingarnar eru af stöðluðum gámastærðum. Unnt er að breyta lögum prammans eftir þörfum. Fá má aukaeiningar frá framleiðanda ef ástæða þykir til. Lappir eru vökvaknúnar frá gröfu eða sérstökum dælum. Um borð í Svavari eru vinnuskúrar, geymslur og díselrafstöð. Hann er auðvelt að taka í sundur og setja saman og er unnt að flytja hann á venjulegum flutningabílum hvert á land sem er.

Svartur er notaður undir borvagn og léttari hluti. Bil er milli eininganna og hægt er að bora þar niður á milli. Prammanum er hægt að lyfta upp úr sjó. Hann er vélknúinn og lappir vökvaknúnar. Svartur er mjög hentugur til rannsóknaborana og í kvikmyndatökur, auðveldur í flutningi og uppsetningu.

Steinunn er smíðuð 2008 af skipasmíðastöðin Mest í Færeyjum og er 12m breidd og 17,5m á lengd. Mesta lyftihæð er 22 m. Um borð í eru Furukawa 1200ED borvagn og fullkominn staðsetningartæki af Topkon gerð.

Fullestaður vegur pramminn u.þ.b 200 tonn
Pramminn kemur í einingum og er auðveld að flytja hann á milli staða.